Breytingar hafa orðið á starfsemi 4-5 ára deildar Flataskóla. Vegna rakaskemmda og myglu hefur starfsemin verið flutt í húsnæði leikskólans Urriðabóls í Urriðaholti.
Aðstæður þar eru mjög góðar og vel tekið á móti okkar fólki. Börn og starfsfólk hafa aðlagast nýjum aðstæðum hægt og rólega og líkar vel.