Í dag var haldið áfram með Brúum bilið verkefnið og heimsótti seinni hópur 5 ára barnanna 1.bekk. Markmiðið með Brúum bilið verkefninu er að stuðla að samfellu á milli skólastiga. Það stuðlar einnig að öryggi að fá tækifæri til að kynnast skólahúsnæðinu betur, starfsfólki grunnskólans og hvort öðru. Heimsóknin tókst vel og gerðu börnin verkefni í spjaldtölvu, unnu með form og tölustafi.