5 ára börnin okkar heimsóttu 1.bekk í vikunni og var það liður í Brúum bilið verkefninu sem er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla. Börnin tóku þátt í kennslustund, voru í nestistíma og fóru í frímínútur með 1.bekk. Allt gekk þetta ljómandi vel og voru börnin okkar til fyrirmyndar.